Litlanefnd í september 2019

Litlanefnd F4x4 hefur frestað ferðinni til sunnudagsins 29. september. Ferðin er fyrir bíla með hátt og lágt fjórhjóladrif, og mega bílar ekki vera meira breyttir en 35”.

Farið verður Hungurfit sem er með fallegri leiðum á Fjallabak syðri.

Ferðin mun byrja á bílastæði bensínstöðvar Orkunar (Vesturlandsvegi) kl 8 og lagt af stað 8:30 og stutt stopp á Hvolsvelli.
Keyrt er upp Fljótshlíð í allri sinni dýrð. Þar má sjá magnað fjall sem heitir Einhyrningur og í hina áttina sést Eyjafjallajökull.
Munum við skoða Markargljúfur og svo keyra inn Hungurfit. Komið er niður hjá Keldum við Hellu.

Gott er að hafa góðan klæðnað, nesti, lyf og einhverja afþreyingu fyrir yngstu meðlimina ef ferðin skildi ílengjast eithvað.

Við munum grilla gæða pilsur ofaní ferðalanga og vonumst til að sjá sem flesta.

Skráningarform fyrir ferðina er https://forms.gle/M6cPhPMzQyru5LhE8

Ekki gleyma góða skapinu.
Kv. Litlanefnd F4x4