AFLÝST! Litlanefnd – Þúsundvatnaleiðin

Þessari ferð hefur því miður verið aflýst, skráðir hafa fengið tölvupóst (skrifað 22. jan kl. 22:47).

Næsta ferð Litlunefndar verður sunnudaginn 26. janúar og hefur Þúsundvatnaleiðin á Hellisheiði orðið fyrir valinu.
Leiðin sem slík er stutt, en hún gefur fullt af tækifærum til að lenda í ævintýrum. Ef við komumst inn í Innstadal, þá munum við gefa okkur tíma til að leika okkur aðeins þar.

Eins og áður er þetta allt með fyrirvara um veður, færi og aðra tilfallandi þætti.

Ferðin er eingöngu fyrir bíla með hátt og lágt fjórhjóladrif, og mega bílar ekki vera meira breyttir en 35”.
Nauðsynlegt er að vera á góðum dekkjum og að hægt sé að binda tóg í bílinn bæði að framan og aftan.

Mikilvægt er að hafa staðgott nesti, hlýjan klæðnað, lyf, góða skapið og einhverja afþreyingu fyrir yngstu meðlimina ef ferðin skildi ílengjast eitthvað eins og hæglega getur gerst í ævintýrum.

Ferðin mun byrja á bílastæði bensínstöðvar Orkunnar (Vesturlandsvegi) kl 9 og lagt af stað kl 9:30 og stefnum við að heimkomu um kl. 16

Skráningarformið er hér… og er skráning opin til kl. 12 á hádegi föstudaginn 24. janúar 2020.

Hlökkum til að sjá ykkur!
Kveðja,
Litlanefnd F4x4