Litlunefndarferð 2. mars 2013 aflýst

Því miður verðum við að tilkynna ykkur að Litlunefndarferð sem átti að fara um næstu helgi hefur verið aflýst vegna afleitra veðurskilyrða og ófærðar. Svo virðist sem spár um kólnandi veður um miðja þessa viku muni ekki ganga eftir og því má reikna með að allt hálendið hér í nágrenninu verði ófært Litlunefndinni vegna krapa og-/eða drullu. Þar sem að það er ekki í anda Ferðaklúbbsins að leggja af stað í óvissu með stóran hóp af fólki né að taka áhættu með að fara um með stóran hóp af bílum á blautum vegum þar sem hætta er á skemmdum sjáum við okkur ekki fært annað en að aflýsa ferðinni sem átti að fara laugardaginn 2. mars.

Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að um og eftir helgina á að koma mikið kuldaloft yfir landið og því eru líkur á að aðstæður á fjallvegum muni fara batnandi á næstunni. Við höfum því ákveðið að stefna á að ferðin verði farinn laugardaginn 16. mars næstkomandi og munum við þá auglýsa nýja skráningu þegar líður fram í næstu viku. Þið athugið að skráningar í aflýstu ferðina munu EKKI flytjast sjálfkrafa yfir í nýja ferð og því þurfa allir að skrá sig aftur sem hafa áhuga á að koma með okkur.

Bestu kveðjur í bili og sjáumst vonandi þann 16. mars næstkomandi.

Litlanefndin

Skildu eftir svar