Litlunefndarferð F4X4 30.04.2022

Dagsferð Litlunefndar inní Bása í Þórsmörk, laugardaginn 30.04.2022

Skráningu í ferðina er hægt að nálgast hérna: https://forms.gle/R1vAbtgn59sdeLVSA

Jæjjjja þá er loksins komið að Litlunefndarferð og verður nú ferðinni heitið í Bása í Þórsmörk, munum við hafa grill og gaman svo nauðsýnlegt er að gleyma ekki að taka góðaskapið með.

Allt er þetta samt háð veðri og færð.

Skráningu líkur á föstudaginn 29.04.2022 klukkan 14:00

Mæting 09:00 og lagt verður af stað klukkan 09:30 frá Orkunni að Vesturlandsvegi (fyrir framan Ölgerðina), Muna að mæta tímanlega!

Þessi ferð er hönnuð fyrir alla jeppa sem hafa hátt og lágt drif. Þessi ferð er fyrir félagsmenn Ferðaklúbbsins 4×4 og því er skilyrði að a.m.k. einn félagsmaður sé skráður í hverjum bíl.