Ljósmyndakeppni

Ferðaklúbburinn 4×4 auglýsir eftir ljósmynd á kápu nýju bókarinnar um Ferðaklúbbinn sem kemur út í haust. Myndirnar skal senda á veffangið sbsissbs@gmail.com Engar sérstakar kröfur eru gerðar til myndanna aðrar en þær séu fallegar, táknrænar fyrir klúbbinn eða einfaldlega falleg landslagsmynd. Í verðlaun fyrir kápumyndina er svo bókin sjálf árituð. Stjórn F4x4 og Skrudda útgáfa bókarinnar sjá síðan um að velja forsíðumyndina.  Klúbburinn mun svo áskilja sér rétt til þess að nota aðrar myndir í bókina.

Skildu eftir svar