Lokahóf nefnda og opið hús

 Lokahóf og uppskeruhátíð nefnda verður föstudagskvöldið 9. maí  næstkomandi.

Öllum nefndarmönnum er boðið að koma og verður boðið upp á veitingar eins og venjulega.

Dagskráin verður eftirfarandi:

 Fundur verður kl. 18:30 og verður hann eins stuttur og hægt er. Hver nefnd fær 10 mín. Framsögu og þarf þar að koma fram starf síðasta árs, framtíðarsýn og skipun næsta árs.

Eftir fund verður boðið upp á grillaða Búlluborgarar og drykk.

 Kl. 20:30 verður síðan opið hús með tilheyrandi í boði skemmtinefndar.

Kannski verður hluti Stjórnarinnar með uppákomu, en því miður næst ekki öll hljómsveitin saman þar sem einstaklingar inn hljómsveitarinnar hafa verið uppteknir í sólóferli erlendis. En Tveir þeirra eru og hafa reynt að sigra Ameríkuna en Logi Ragnars fór í Evrópu tour.   Engar sérstakar upplýsingar liggja fyrir um sigra í ferðunum.

En allt kemur þetta í ljós.   Allavega takið með ykkur góða skapið og gerum þetta kvöld eftirminnilegt og fögnum góðu starfsári eins og okkur er einum lagið….

Stjórn og Skemmtinefn