Minni á uppgræðsluferð 2012

Landgræðsla í NúpsskógiHvað er yndislegra en að skreppa í Þjórsárdalinn svona á fyrstu dögum sumars. 
Tjalda eða “vagna” – sem er nýyrði og lýsir gistimöguleika þeirra sem burra um með vagna sína á palli eða í eftirdragi –
Gleðjast með félögum sínum og finna hvernig náttúran poppar upp hverja einustu frumu í kroppnum.
Þræla sér hæfilega út við landgræðslustörf og furða sig á því hversu stuttan tíma öll vinnan tók. Skoða afrakstur uppgræðsluvinnu fyrri ára og koma með einhverja gáfulega athugasemd í framhaldinu.  Skella sér í sund að loknu verki og um kvöldmatarleitið finna ilminn af grillinu blandast við angan náttúrunnar. Taka vel til matar síns og vita að næsta morgun verður vaknað í góðra vina hópi og haldið heim. Endurnæring fyrir sál og líkama.
Þetta stendur þér til boða í uppgræðsluferð Umhverfisnefndar Ferðaklúbbsins 4×4.  Farið verður í Þjórsárdalinn, helgina 8-10 júni. Unnið að uppgræðslu í Núpsskógiog Þórðarholti á laugardeginum 9. júní, skroppið í sund að verki loknu og að lokum verður grillað í boði Ferðaklúbbsins 4×4.
Skráning er hér á netinu

Skildu eftir svar