Bíllinn var frumsýndur þann 8. mars 2003 þegar Ferðaklúbburinn 4x4 stóð fyrir "1000 bíla ferð" í telefni af 20 ára afmæli klúbbsins. Bílnum var breytt hjá Aroni Árnasyni í Jeppaþjónustunni ehf. í náinni samvinnu við tæknimenn Heklu hf. Gunnar Ingvi Hrólfsson hjá Bílasmiðju Gunnars Ingva hannaði og smíðaði brettakanta og gangbretti. Bílnum er lyft 80 mm. á yfirbyggingu og 20-40 mm. með gormalyfti. "38 breyting kostar kr. 1.349.000,- skv. listaverði. Innifalið í því er upphækkun, úrklippa, 120 mm. færsla á afturöxli, drifhlutföll, brettakantar, gangbretti og annað sem til þarf.