Útlagarnir fóru í þessa líka rosa ferð um helgina (4-5. mars 06.)
Planið var að fara yfir Eyjafjalla og Mýrdalsjökul og reyna við Strútslaug á laugardeginum sem við gerðum en sökum góðs færis og mikillar blíðu héldum við áfram yfir Torfajökul og Kaldaklofsjökul og allt í einu vorum við komnir í Hrafntinnusker rétt fyrir kvöldmat. Þar sem við sáum ekki tilgang í því að fara sömu leið til baka til þess eins að gista í Skófluklif (strútsskála) snýktum við okkur gistingu hjá fólkinu sem var fyrir í Hrafntinnuskeri.
Daginn eftir var farið úr Skerinu á Dómadalsleið til byggða og á Kjalveg uppí Skálpanes og á Langjökul. Þar var brunað í Þursaborg og að Fjallkirkju, þaðan brunað að íshellunum og svo þaðan á topp Geitlandsjökuls þar sem túrnum var slúttað og farið niður Hagafellsjökul á línuveginn og heim.