Hér eru nokkrar myndir úr ferðinni en einnig er töluvert af myndum á heimasíðu umhverfisnefndar. Eftir skoðun gróðurfars í Klofaey var farið inn á Dómadalsleið og síðan í niður í Hvanngil þar sem var gist. Til stóð að halda áfram en þar sem Kaldaklofskvísl var ófær þá var farin sama leið til baka með viðkomu í Hrafntinnuskeri og skoðaðir þar íshellar og hverir.