Lagt af stað frá Rvk upp úr hádegi stefnan tekin á Kjöl lítill snjór nema við Bláfell, glæra á veginum inn að afleggjara. færið gott alveg að íllahrauni. Sverri gekk vel en þurfti smá kipp í gegnum púðrið. Komun inn í Setur um 19:00 Við sáum ljósin af hópnum sem fór vaðið. Góð stemmingu um kvöldið. Vaknað í frábæru veðri en pínu hvasst fengum okkur smá bíltúr inn í Kisubotnagljúfur og fundum smá púður þar. Glæsileg veisla um kvöldið
Lagt af stað um hádegi á sunndeginum og stefnan tekin á vaðið, veðrið frábært og ég tók um 700 myndir í túrnum :)