Ekið í Setrið föstudaginn föstudaginn 21. febr til að spila bingó (aldrei hef ég áður ekið hundruði kílómetra um veg og vegleysur í þeim tilgangi. Mætti segja mér að einhver telji karlinn alveg genginn af göflunum. En skrambi var þetta skemmtilegt.. Hafið þökk fyrir skemmtinefnd og samferðamenn)og heim aftur sunnudaginn 23. febr. Fórum af stað úr Kópavogi upp úr hádegi, slóruðum lengi í Hrauneyjum bíðandi eftir eftirlegukindum sem komust seint af stað. Ferðin gekk síðan mjög vel um Sóleyjarhöfðavað og síðan í beina stefnu á Setrið. Á laugardeginum útsýnisferð í Blautukvíslargljúfur, á Nautöldu en þar í nágrenninu skoðuðum við heita laug, og loks upp á jökulsporðinn en við ásamt fleirum snérum fljótlega við meðan aðrir ofurhugar héldu ferðinni áfram og óku niður af jöklinum einhvers staðar í nánd við Setrið. Á sunnudeginum heim aftur ásamt hluta ferðaféalga um Sóleyjarhöfðann. Gekk vel en kom heim spottaður vegna fasts altenators.