Brugðum okkur í bíltúr á Botnsheiði, Uxahryggi, Tröllháls og til Reykjavíkur. Hugmyndin var að fylgja nýju línustæði fyrir Grundartanga og tókst það að hluta til. Gerðum þó þau mistök að fara Ferstikluháls og þar sem vegurinn liggur í hlíðum Þúfufjalls lentum við í vandræðum vegna hliðarhalla og urðum að lokum frá að hverfa. Fórum á endanum upp Grafardal og þaðan að hinni nýju línu. Hvað um það, hér nokkrar myndir af Tengdó eftir að karlgreyið hafði sloppið með skrekkinn í sneiðingum Þúfufjalls.