Helgina 1.-2. mars 2003 var farið á 6 jeppum upp Breiðamerkurjökul, komið við í Esjufjöllum, upp Hermannaskarð og stefnt á Grímsfjall. Þaðan átti að fara í Jökulheima og í Hrauneyjar. Klukkan 7.00 á laugardagsmorgni var lagt af stað frá Freysnesi upp Breiðamerkurjökul. Á honum var glerhált þar sem mikil rigning var og jökulísinn ber. Síðan tók við krapasvæði og jökullinn töluvert sprunginn þegar nær dró Esjufjöllum. þaðan tók við þungt færi og eftir að við komum upp Hermannaskarðið var 44" skriðgírsfæri og ferðahraðinn ca 3 km á klst.. Þegar við áttum rúma 30 km eftir í Grímsfjall var snúið við og þar sem fyrirséð var að eldsneytisbyrgðir yrðu tæpar og það tæki um 15 tíma að síðasta spölinn.