Fórum austur á föstud.kvöldi gistum í Freysnesi og héldum síðan í bítið á laugard.upp á Breiðamerkurjökul á 6 bílum og var stefnan síðan tekin á Grímsfjall með smá viðkomu í Esjufjöllum mjög blautt og hált var að komast upp jökulinn og var hann einnig töluvert sprunginn.
þegar upp á jökulinn var komið tók við alveg gríðarlega þungt færi bara lóló og 1-2 gír ca 1-4 km á klst.
við snérum við eftir á við sáum að við hefðum ekki komið á Grímsfjall fyrr en 12 á sunnudeginum og vorum komnir til baka að Esjufjöllum um kl 7 á sunnud.morgninum þá búnir að vera á ferðinni í 24 tíma.
Lögðum okkur í 2-3 tíma og fórum sömu leið niður aftur komnir í bæinn um kl.23 á sunnud.kv.