Var lengi búinn að ganga með það í maganum að kaupa mér Cherokee XJ og lét verða af því þegar ég seldi 44" Pattann. Keypti mér óbreyttan bíl haustið 2010 og breytti honum fyrir 39,5" veturinn 2010-2011.

Þetta er 1995 módel af Cherokee XJ, hann er með 190 hestafla 4.0 High Output bensínmótor með Aisin AW-4 fjögurra þrepa sjálfskiptingu (sama og er í LC90) og NP242 Selec-trac millikassa. Hann var hækkaður um 5 cm á fjöðrun þegar ég fékk hann, búið var að stækka olíukæli fyrir sjálfskiptinguna og það var komin AirCon loftdæla í húddið en að öðru leiti var hann orginal. Bíllinn var skráður 1550 kg óbreyttur en er um 1700 kg miðað við þurrvikt eftir breytingarnar á 39,5“ Irok. Stefnan var að ná honum undir 2000 kg ferðbúinn með ökumanni og farþega en líklega er hann nær 2100 kg ferðbúinn með tveimur körlum, farangri, varahlutum, verkfærum og bensíni.