Fórum í byrjun Apríl í Drangjökulsferð á þremur bílum. Ferðin byrjaði með skítviðri og mikilli snjóblindu og eftir nokkurt þóf ákváðum við að bíða til næsta dags með ferð á jökul. Daginn eftir var frábært veður og strikið tekið á Hrollleifsborg.