Gjálpargosið svokallaða hófst í september 1996 um 10 km norðan við Grímsvötn. Á öðrum eða þriðja degi eftir að gos náði í gegnum jökulinn flugum við Hössi svili minn yfir gossvæðið til að skoða atganginn. Þessar myndir eru nokkrar þeirra sem teknar voru og ég var að reyna að skanna þær af slides filmu, gæðin því ekkert allt of góð. En það var magnað að fljúga yfir svæðið og verða vitni að þessum náttúruhamförum.