Fórum í jeppaferð sunnudagsmorguninn 25. febrúar á þrem jeppum. Einum 38" patta, einum 44"patta og einum 38" LC 90. Fórum á Eyjafjallajökul og áfram Fimmvörðuhálsin og á Mýrdalsjökul. Færið var rennifæri en púður undir á köflum. Veðrið var hreinasta snilld!!!! Sólin skein á heiðskírum himni í -14 stigum. Það var hellingur af bílum á fartinni á þessu svæði, enda engin furða. Lögðum af stað 9 frá select á höfða og vorum komin í bæinn um hálf sjö leitið. Þetta var prufutúr á AT405 dekkjunum frá arctic trucks og nýju felgunum okkar undir cruisernum einnig frá arctic trucks. Góð ferð í alla staði!