Góður hópur 4x4 félaga lagði í'an á um 22 bílum snemma dags laugardags. Ekið var upp slóða sem byrjar rétt fyrir ofan Seljarlandsfoss, þaðan var ekið upp á topp Eyjafjallajökuls, þar sem meðal annars mátti sjá Goðastein hinn fræga. Ekið var yfir jökulinn niður á Fimmvörðuháls þar sem menn stoppuðu og fengu tóku kaffipásu. Eftir gott stopp var haldið upp á Mýrdalsjökul og ekki hætt fyrr en komið var þar yfir hann niður við Sólheima. Þegar niður var komið kom í ljós að fimm bílstjórar voru eigi fullnægðir eftir tveggja jökla keyrslu og ákváðu þar að leiðandi að fara sömu leið til baka, óhætt er að segja að sú ákvörðum hafi verið sú rétta þar sem mun betra skyggni var á bakaleiðini. Lagt var á stað klukkan 8:00 frá RVK og var klukkan orðin um 15:00 þegar komið var niður í Sólheima. Ferðin gekk vel í alla staði og var lítið um óvæntar uppákomur. Undirritaður þurfti reyndar að læða bíl sínum í sprungu á Eyjafjallajökli, með tilheyrandi skelfingu fyrir farþega, en allt fór vel að lokum.

Kveðja
Georg Aspelund Þorkelsson