Eyjafjallafökull, laugardagurinn 20/1
Ekið var sem leið lá á Hvolsvöll þar sem menn tönkuðu áður en lagt var af stað austur að Hamragarðaheiði. Snjór var þurr með skán efst og þetta þjappaðist illa undir bílana. Menn héldu ótrauðir áfram og var töluvert um skafla í slóðanum upp fyrstu brekkurnar sem töfðu för.