Fórum saman á fjórum bílum, Hjalti á ''38 Patrol, Ómar á ''44 Patrol, Árni á ''38 Patrol og Atli á ''44 Ford. Farið var úr Reykjavík í frábæru veðri og stefnan tekin á Eyjafjallajökull þar sem stoppað var við Goðastein, Hjalti skrapp á hábunguna á jöklinum. Síðan var stefnan tekin á Mýrdalsjökul um Fimmvörðuháls. Veðrið í þessari ferð var eins og best verður á kosið en færið var all þungt þar sem snjónum hafði kyngt niður sólahring áður og ekki náð að harna nógu mikið, sóttist ferðalagið því nokkuð hægt, um 3,5 kmph. Hjalti varð fyrir því að gata dekk á Eyjafjallajökli og þurfti að bæta lofti í dekkið nokkuð oft er líða tók á ferðalagið. Það tafði okkur reyndar ekki þar sem hægt gekk að ryðja sem Atli á Ford sá um. Bíll Hjalta var síðan skilinn eftir við skálann við Sóleimajökul þar sem við komum niður. Komið var til Reykjavíkur á 5 tímanum um morguninn eftir frábært ferðalag, allir brostu hringinn. Takk fyrir mig.