Fórum nokkrir saman frá Siglufirði á Lágheiði sem er núna ófær vegna snjóa til að prufa nýju Pitt Bull dekkin. Þessi dekk eru núna undir sexhjóla Raminum hans Gunna Júl. Einnig voru prufuð 38" Super Swamper dekk sem voru sett undir annan björgunarsveitarbílinn hér á Sigló en hinn er á 38" Grand Hawk. Þungt færi var inn í dalnum og brekkurnar mjög erfiðar og aðeins raminn gat brotist upp þessar brekkur og náði snjórinn upp á spegla á raminum þegar hann fór í gegnum hengjurnar sem voru svo þéttar að 38" bílarnir gátu engan veginn komist upp brekkurnar. Ég verð að segja það að ég er búinn að vera í jeppamensku í 35 ár og átt flestar jeppategundir og útfærslur af jeppum og alveg laus við það hugarfar að minn bíll sé alltaf bestur. Þessi Ram á þessum dekkum er að virka alveg hrikalega og er ég vissum að í langri ferð við margvíslegar aðstæður eru fáir bílar duglegri.Ps er núna á stuttri Sukku sem ég kalla magaþjálfan.