Fórum á nýja L200 bílnum hans Einar í ferð upp á Mýrdalsjökul..eða þangað var ferðinni heitið. Í hópinn slógst Tryggvi á LC80 og bróðir Einars hann Jói á Terrracan á Selfossi. Fórum að jökulrótum og fundum erfitt færi og helling af sleðum en einnig mikið af steinum. Á endanum snerum við til baka og stefndum að Eyjafjallajökli. Það var of lítill snjór þar og of mikið af steinum svo við fórum bara að lokum inn í Þórsmörk. Enþar var lítið í ánum og ekki neitt voða torfæra. En "overall" þá var þetta frábær ferð. Og takk dabbi fyrir að hafa boðið mér með.