Hópurinn hittist á Select við Vesturlandsveg laugardaginn 21. mars kl. 8:30. Fararstjórar fóru þar yfir skráningar og skipuðu bílum í hópa. Kl. 09:00 var haldið af stað stystu leið um Hvalfjarðargöngin og Borgarfjörð upp í Húsafell þar sen hópurinn var þéttur. Þaðan var ekið upp að skálanum Jaka, við rætur Langjökuls og síðan upp á hábungu jökulsins. Ferðin átti að enda í Húsafelli, en flestir stærri bílarnir fóru heim um Kaldadal.