Hörkuskemmtileg ferð með Skemmti- og Skálanefnd F4x4.
Þungt færi var alla helgina og mikil snjóblinda.
Ég og mín +1 á Hilux fórum Sóleyjarhöfðann á föstudagskvöldi með þeim Villa og Gústa, en þeir aka á Fordum sem eru nokkrum númerum of stórir :)

Laugardeginum var m.a eytt í hlíðinni norðan skálans og tókst flestum að festa sig, svo þungt var færið. Bílabingóið var spes, en mjög skemmtilegt þó maður hafi ekki unnið neitt, hlítur að hafa verið eitthvað svindl..

Lambakjötið fór á grillið um 6 leytið og þá var gaman. Dósapokinn fylltist hratt um kvöldið sem og mannskapurinn, en skemmtinefndin sá um að halda uppi fjörinu og gerði það vel. Heilir fjórir gítarspilarar segir allt sem segja þarf.

Heimferðin gekk hratt fyrir sig en snjórinn var orðinn blautur og voru stóri bílarnir(54", 49") fremstir og þeir minnstu(38") aftast. Þá voru förin orðin nánast malbikuð fyrir síðasta bíl.