Ferðasagan mín

Farið var á 6 bílum af stað á Select og var einn bíll skyldur eftir á leiðinni þar sem hann var talinn of lítill svo 5 bílar héldu áfram að Árbúðum og gekk ferðin mjög vel. Hittum fleiri og varð þetta í kringum 30 manna hópur. Enginn festi sig fyrir utan einn sem keyrði inní skafl við vörðuna á Bláfellshálsi og var það svona létt æfing en varla telst sem festa.
Var komið í Árbúðir skömmu síðar, voru þar fyrir bílar frá litlu deildinni ásamt krapagenginu, tóku þeir sér smá bíltúr nokkrir bílar og skruppu uppí Kelllingafjöll.
Eftir það fór veðrið að versna en það kom ekki að sök þar sem menn skiluðu sér í hús á tilsettum tíma til að elda og var yfirkokkur Haffi toppur. Í ferðinni voru nokkrir krakkar, lítið var um kvenfólk fyrir utan tvær eiginkonur um 4?. Eftir að menn höfðu fengið sér kjötsúpu og kjöt í karrí var tekið við að syngja frameftir kvöldi, byrjaði frekar rólega en þegar þessar tvær eiginkonur fóru að finnast þetta heldur rólegt tóku þær völdin í söngnum og var sérstaklega önnur þeirra meira áberandi og grófari í tali, þegar menn voru að tala um pund í dekkjum talaði hún um tommur og átti þá við neðanmálstommur þar sem þetta væri auðvitað litla deildin og þar sem þetta var örugglega litla deildin þá voru fáar tommurnar. Spurði þar einn maður hvar hún svæfi, sagðist hún sofa venjulega úti í horni...og iðulega á bakinu.
Menn héldu sig vell við drykkju og ég vissum mönnum uppá XO cognac. Þegar fór að líða á nóttina fóru þessar tvær konur að verða heldur léttmála, sérstaklega önnur þeirra, fannst þá mér nóg komið og rak hana í rúmið þar sem hann vissi að deginum eftir ætti hún eftir að eiga í erfiðleikum með ýmiskonar krankleika, hlýddi hún því umyrðalaust. Sjálfur skreið hann í bólum um 2 leytið en glaumurinn hélt áfram til 3 og hélt fyrir honum vöku.
Um nóttina var snarvitlaust veður og söng vel í gluggum. Innan dyra var annarskonar söngur á ferðum, menn sem hrutu eins og þeir höfðu snorker á sér, aðrir blístruðu og enn aðrir á innsoginu, var þá opnaður gluggi og þagnaði þetta snarlega þar sem þetta virtist vera súrefnisleysi. Fljótlega um átta um morguninn fóru menn að vakna með mismikinn höfuðverk en hann lagaðist fljótt þegar menn litu út um gluggann og sáu hverskonar veður var úti við. Fóru þá menn að huga að faratækjum og tíja sig af stað uppúr tíu. Veðrið var blint á köflum en kom ekki að sök og gekk ferðin mjög greiðlega, fyrir utan það að menn voru aðeins að dansa í hjólförum.
Þegar fór að nálgast Gullfoss stoppuðu menn til að bæta lofti í dekk, skildust þá leiðir, aðrir fóru línuveginn en hinir fóru í bæinn og þökkuðu fyrir sig.
Sá sem þetta skrifar, hvort þetta sé allt satt og rétt skal láta ósagt.
Ég sá ekki betur en allir hefðu mjög gaman af þessari uppákomu með kjötsúpu og kjöt í karrý, góð tilbreyting. (Leifi myndunum tala sinu máli )