Grímsfjallaferð 4. - 6.4.2003
Lagt af stað frá Hrauneyjum kl. 8 á átta bílum, fengum fínt færi inní Jökulheima og vorum þar um hádegi. Túná var á ís og auðveld yfirferðar, en hún átti eftir að breytast í krapaelg daginn eftir. Vel gekk upp á jökul í góðu færi uppí ca. 1400m þá fó færið að þyngjast verulega og Heiðar á Patrol á 44? varð að leiða hjörðina síðustu 20km í skála kl. 21. Lagt var stað kl. 8 um morguninn til baka og gekk vel þangað til komið var að Túná. Nokkrar erfiðar festur voru framundan og síðan var að finna leið með fjöllum til að forðast krapann sem hægt væri að kalla krapakróka leið úr Jökulheimum.
Náðum í Hrauneyjar kl. 1 um nóttina.