Grímsfjall, 26.-28. mars 2004.

Farið að kvöldi föstudags, komið í Jökulheima rétt fyrir klukkan tvö um nóttina. Nokkuð stjörnubjart og gott veður. Færi fínt. Hópurinn ákvað að skottast upp jökulinn að Grímsfjalli enda ekki nema ca tveir tímar í viðbót. Skygni varð hinsvegar ekkert þegar komið var í 1400 metra hæð og fórum við því hægar yfir en ella. Vorum komnir um morguninn í hífandi roki og 16°C frosti. Eftir smá blund þá var lagt af stað um hádegi um brunað yfir hvítann jökulinn. Blár himinn, sól og frábært færi. Komum í Kverkfjöll í alveg yndislegu veðri þar sem ófáar myndir voru teknar og passlega borðað af nestinu. Vorum komnir tímanlega til baka í Grímsfjöll. Við Matti og Bjarni kvöddum félagana og héldum heim á leið og vorum komnir í bæinn um 01:00. Að sögn félaganna sem voru lengur var skafrenningur og þæfingur daginn eftir þannig enginn áhugi var á öðru en að sigla niður af jöklinum. Létti til við jökulröndina en fljótlega aftur versnaði þó skyggnið aftur.