Létt æfing hjá Björgunarsveitinni Strönd sem varð svo að björgunarleiðangri. Farið var upp í Hallárdal og komu sleðar og snjóbíll frá Blönduósi á móti okkur niður dalinn. Ekki vildi betur til en að snjóbíllinn fór á kaf í hyl í ánni og þurfti aðstoð við að komast á fast land.