Fórum á fjórum bílum frá Vopnafirði upp á svokallaða Haugsleið. Fórum frá Þuríðarvatni á Vopnafjarðarheiði norður yfir Selá við Mælifell, þaðan vestur í austara-símahús, svo áfram að vestara-símahúsi með gömlu símalínunni. Fórum svo einhverjar krókaleiðir til baka, norðan við Sandhnjúka að Mælifelli, niður Mælifellsdalinn og að Aðalbóli þar sem er gangnamanna kofi. Þaðan austur yfir Selá og út háls og niður hjá Fremri-Hlíð í Vesturárdal og heim. Gott færi, frábært veður, gerist ekki betra.