Þetta er bara smá hluti af myndunum
Lagt var af stað frá Select, mættu sjö bílar, 14 manns voru í bílum. Keyrt eins og leið lá á Gullfoss og Geysir, þar var tekið bensín, nesti borðað og teygt úr sér. Haldið þaðan áfram uppá Kjöl og stoppað þar við vörðuna á Bláfellshálsi. þar voru teknar myndir og skeggrætt um daginn og veginn. Næsta stopp var við afleggjarann a Kerlingafjöllum og var ákveðið að halda þangað og taka matarhlé. Eftir það var keyrt inn Kerlingaleiðina að Setri, gekk ferðin vel. Fyrsta sprænan sem þurfti að fara yfir var soldið skorin og slóðin illa farin en kom ekki að sök fyrir mig. Var haldið að næstu á,þar fór ég yfir fyrstur manna og tók myndir af hinum komandi yfir með gusugangi og látum. Eftir það var lítið stoppað og haldið beint í Setur. þar teygðu menn aðeins úr sér og tóku farangur og annað úr bílunum og síðan ákveðið að fara uppá hæðina fyrir ofan Setur. Ég beið ekki boðanna og fór fyrstur af stað og var fyrstur eins langa leið og mögulegt var að keyra. Komu þeir á stóru dekkjunum á eftir mér. þar var mikið tekið af myndum, skoðuð fjallasýnin og dásömuð náttúran. Eftir gott stopp var haldið niður og var ég sirka í miðjum hóp og gat tekið myndir af þeim sem eftir mér komu. Um kvöldið var grillað og haldin kvöldvaka Veit ekki hvernig sá gleðskapur endaði því ég fór snemma að sofa. Daginn eftir vöknuðu menn og tóku sig saman í rólegheitunum og gengu frá inní skála með tilheyrandi gauragangi, eftir það var ákveðið að fara klakksleið til baka. Þegar að Kisu kom var hún ekki farartálmi fyri mig og ákvað keyra inní Kisugljúfur og fór ég eins langt og allir hinnir og varð einum á orði " þessi litli RAV er ekki vatnshræddur" þar var stoppað og tekið mikið af myndum og sullað örlítið í ánni. Ákveðið var að keyra að sandbrekkunum og reyna að fara erfiðustu leiðina upp. Það gekk misvel enda fóru fáir upp erfiðustu brekkuna. Fór ég í brekkuna og ákvað að taka hliðarhallann og gekk vel og var fljótur upp og tók myndir af hinum á leiðinni upp. þegar allir voru komnir upp fór ég á undan upp allar hinar sandbrekkurnar og tók myndir af hinum komandi á eftir mér. Eftir það var keyrt niður á Klakk. Þar var stoppað og teknar myndir, stefnan tekin niður í Lepptungur, sullað í ánni og að sjálfsögðu teknar myndir.Næsta stopp var við Svínárnsskála tegnar myndir og ? síðan var stefnan tekin til byggða og þaðan keyrt að Gullfoss og Geysi. Eru þar ferðalok. (Í þessari ferð þurfti ég enga aðstoð, hvorki yfir ár né upp brekkur, er ég nokkuð ánægður með að hafa komist þetta uppá eigin spýtur.)