Helgina 14 - 15 ágúst fórum við fjölskyldan í helgarferð í frábæru veðri. Byrjað var á að keyra upp í miðjar hlíðar Heklu og gengið upp að toppi. Þaðan var haldið í skála við Landmannahelli og dótið sett inn og síðan brunað í Landmannalaugar og skolað af mannskapnum. Á sunnudeginum var síðan stefnan tekin á Hrafntinnusker og ekið upp undir íshellinn. Þar var þoka af jöklinum þannig að ekki var gengið inn í íshella að þessu sinni. Síðan var stefnan tekin niður fljótshlíðina og ekið í bæinn.