Fórum úr bænum og settum stefnuna á Eyjafjallajökul og áfram þaðan yfir á mýrdalsjökul. Þegar við komum yfir á Fimmvörðuháls var hins vegar skyggni orðið slæmt svo við snérum við og ókum þá aftur yfir jökulinn. En veðrið var svo gott og nóg til af bensíni svo við feðgarnir ákváðum að rúlla norður í Landmannalaugar. þaðan héldum við á sunnudagsmorgni í austurátt ásamt tveimur öðrum bílum sem við hittum í laugum. Sökum hárra ísbakka á ám komumst við hins vegar ekki alla leið í Eldgjá svo við snérum við og fórum niður á veg og 3. skiptið þessa helgi yfir Eyjafjallajökul og svo yfir á Mýrdalsjökul og niður á Sólheimasand. Þess ber að geta að þessir menn sem við hittum í laugum eru "professional" ljósmyndarar og eru því þeirra myndir frá sunnudeginum virkilega flottar. Þetta eru þeir Óskar og Thorsten.