Þessa helgi fórum við á þremur bílum frá Akureyri og Dalvík austur í Snæfell, þaðan upp á Vatnajökul og gistum á Grímsfjalli ásamt góðum hópi af sunnanmönnum sem stundum eru kenndir Olís. Á sunnudeginum fórum við sömu leið til baka með smá útúrdúr suður að Snæbreið. Veðrið var eins og það gerist best sérstaklega á sunnudeginum sól og hægviðri.