Skelltum okkur upp í Setur núna um helgina, fengum fínan snjó og allskonar færi, bara gaman
Lögðum af stað 7:30 frá Shell Vesturlandsvegi , sem leið lá Kjalveg , Kjölur var mjög leiðinlegur, ekki hægt að keyra í veginum vegna þess
að hann var allur í öldum út af stórum steinum sem eru meðfram honum og búa til öldur í veginum, sem betur fer var þó nægur snjór þannig það var hægt að keyra nanast hvar sem er, einstaka steinar samt sem stóðu uppúr, en einsgott að fara varlega vegna snjóblindu, oftar en einu sinni sem hann stakkst á nefið hja mer ofan í
hvilft þar sem hafði fennt meðfram steinum, bæði skiptin var ég sem betur fer nanast stopp , færið var auðvelt alla leið upp i Kerlingarfjöll, og fyrstu 10km frá Kerlingarjföllum, en eftir það fór að þyngjast allverulega færið, mikið púður undir loðmundi og eina sem virkaði var bara 2pund og að fara fetið á köflum , gekk annars mjög vel fyrir utan hvað við komumst hægt yfir á köflum, vorum komnir upp í Setur rétt fyrir klukkan fimm, þar sem við grilluðum siðan og höfðum það gott um kvöldið
menn voru duglegir að mynda norðurljós um kvöldið og svona, á sunnudeginum vöknuðum við svo um 10 og gerðum klárt til heimfarar, fórum við Gljúfurleitin heim og var bara gaman að sprauta þar sem var nægur snjór og gott færi , gátum haldið góðum ferðahraða, ég lenti í því að púði sem heldur uppi mililkassa/sjálfskiptingu gaf sig og fór undan , enda búnir að vera í loftköstum í lengri tima, fundum púðan og gátum komið honum aftur undir og fest hann , annars gekk allt mjög fint og vorum við komnir niður í byggð um 18 leytið