Ja hérna. Fórum á tveimur bílum, Grána gamla og Grandinum hans Ingós (sem er á 31"). Leiðin lá í skálann Kút, sem er utan í Skarðsmýrarfjalli, líklega um 6 km leið þegar keyrt er út af þjóðveginum fyrir ofan Skíðaskálabrekkuna (veginn milli fjalls og hlíða). Við vorum 6 klst. á leiðinni að skálanum en ekki nema rúman klukkutíma til baka daginn eftir, þrátt fyrir ansi góða festu.