Laugardaginn 1. mars 2014 fór Hjálparsveitin ásamt gestum í dagsferð frá Reykjavík um Þingvöll norður Uxahryggi, þá um línuveg niður í Skorradal, síðan vestur með Skorradalsvatninu að sunnan yfir Dragháls og endað í sumarhúsi Péturs í Svínadal þar sem menn snæddu saman og síðan héldu flestir til síns heima en aðrir gistu. Veður hið fegursta, falleg leið og ekin í rólegheitum á ca, 5 klst. Mörg stopp til að ljósmynda og hjálpast að í flughálkunni sem sums staðar var á leiðinni. Markmið ferðarinnar var að ferðast saman og njóta náttúrunnar.