Ferð með Eyjafjarðardeild F4x4 þar sem Hofsjökull var hringaður. Farið var í Laugafell á föstudegi og Gist þar. Eyfirðingar fóru upp úr Skagafirði og tveir bílar komu úr RVK upp Kvíslaveituveg og þaðan beint norður í Laugafell. Á laugardegi var farið norður fyrir Hofsjökull að Ingólfskála og þaðan inn á kjalveg, upp í Kerlingafjöll og inn í Setur þar sem gist var á Laugardagskvöldi. á sunnudegi var farið yfir Sóleyjarhöfðavað og upp á Kvíslaveituveg. Þar skildust leiðir en Eyfirðingar héldu norður og fóru niður í Bárðadal en tveir bílar fóru til RVK.