Laugardaginn 16. nóvember fórum við á 2 jeppum, Patrol 38" og Rocky 44" í Hrafntinnusker. Á Dómadalsleið var strax kominn nokkur snjór og jókst eftir því sem ofar dró. Stórir og miklir íshellar eru nú við Hrafntinnusker. Keyrðum niður að skála. Þegar kom að brottför var skyggni orðið dapurt og veðuhæð þó nokkur. Heimferð var því frestað þar til veður lagaðist . Dagsferðin varð að þriggja daga ferð og komið heim á mánudagskvöldi eftir þó nokkurt ævintýri.