Í öllu kaupæðinu núna um jólin íhugaði ég að skipta um ökutæki. Líklegur kandidat varð yngri bróðir bílsins míns þ.e.a.s. Nissan Terrano 2.7 tdi árg. 2000, 38" . Samkv. sölulýsingu; ek. 90.000 km., læstur í bak og fyrir, aukatankur, loftdæla, krómuð kastaragrind með kösturum, Macgellan GPS, CB talstöð ofl ofl. Skoðaði hann og fórum við feðgar svo upp á Lyngdalsheiði á Sunnudag 18.12. til að prófa. Reyndist ekki vera draumabíllinn.