Við fórum fjórir kappar á tveimur bílum inn á Hveravelli laugardaginn 6.mars. Eftir miklar rigningar var Kjölur mjög blautur. Hjörtur Már og Guðjón voru á LC60 og Kristján Örn og ég (Finnur) á 4.2 Patrol. Við Guðjón vorum kóarar og fengum að vinna fyrir farinu en vöðlur komu sér MJÖG vel. Mikið af festum, erfitt færi, vont veður og bara gaman. Þegar líða fór á kvöldið byrjuðu bílarnir að safna á sig ís, svo mikið að hásingar fóru að skorðast fastar. Við urðum að stoppa til að lemja undan ís. Það er óhætt að segja að fáir hafi verið á ferli, við vorum með VHF á scan alla ferðina og heyrðum ekki í neinum.

WHEN THE GOING GETS TOUGH THE TOUGH GET GOING.