Fórum í frábæru veðri inn á Hveravelli/Kerlingafjöll í janúar sl. Ef þú ferð á slóðina hér fyrir neðan getur þú séð videó úr túrnum: http://www.youtube.com/watch?v=-xJWBzSNdOo

Hluti hópsins lenti inn í Kerlingafjöll á laugardagskvöldinu og datt í hug að fá gistingu. Það var enginn á svæðinu en eftir að hafa ekið upp á hól við Kerlingafjöllinn náðist þetta fína símasamband, bæði GSM og NMT, var því snarlega hringt í staðhaldara og óskað eftir gistingu sem var auðsótt mál. Það kom okkur hinsvegar á óvart hvað búið er að taka allt flott í gegn og ekki oft sem maður sefur í alvöru rúmum á fjöllum! Virkilega flott gisting!

Það er klárt mál að þarna verður gist aftur og vil ég benda fólki á sem er þarna á ferðinni að koma Kerlingafjöllum aftur á gististaðakortið. Auðvitað er gáfulegast að panta gistingu áður en farið er úr bænum en að öðrum kosti er það eitt símtal og málinu bjargað.

Takk fyrir okkur.
Kv. Baldur Jezorski