Hér ætla ég að halda úti myndskreyttri vefdagbók um breytinga ferli á 1998 Wrangler TJ, ásamt einstaka myndum af jeppanum við hin ýmsustu tækifæri.
Breytingar hófust í nóv. 2007 og var skipt um hásingar, mest allt í fjöðrunarkerfi, drifhlutföll og ARB loftlásar sett í, millikassa breytt, afturdrifskaft endurnýjað og bílnum breytt fyrir tommu dekk.
Það teigðist aðeins úr verktímanum, en jeppinn fór ekki aftur á númer fyrr en í júní 2008 og kominn með breytingaskoðun. Síðan koma myndir af jeppanum við ýmis tækifæri í bland við viðbætur og breytingar.
Hafist var handa við vélar- og gírkassaskipti í mars 2011 og lauk því verkefni í nóvember 2013. Vélin sem sett var í er V8 Rover (Buick) 4.0L úr áli ásamt tölvustýrðri ZF skiptingu.