Frumraun mín á Vatnajökli. Fórum 11 manns á fjórum bílum laugardaginn 4. janúar 2003 í Jökulheima þar sem heitt kakó var á boðstólnum. Þaðan var haldið upp á jökul og beina leið í Grímsfjöll í ágætu færi þó skyggni væri ekki gott. Fórum í samfloti með 5 bílum af jöklinum sömu leið daginn eftir og þá hafði bætt talsvert í snjó, skyggni áfram slæmt en ferðin niður af jöklinum gekk ágætlega. Þegar komið var í Jökulheima brotnaði afturöxull hjá mér og var bíllinn því skilinn eftir. Fórum svo þrír að sækja hann nokkrum dögum síðar ásamt því sem kamínan í litla skálanum var löguð. (Sumar myndirnar í þessu safni eru teknar af öðrum ónefndum ferðafélögum og ég þakka fyrirfram fyrir lánið)