Farið á 4 bílum frá Grindavík kl 06. 27 des og ætluðum að hitta Bjart og félaga kl 07 við esso á höfðanum og leggja á kaldadal og Langjökul.Þegar komið var upp á jökulinn var skygni voða takmarkað og var ákveðið að fara niður við Klakk og Tjaldafell þar var talsverður snjór og var þetta hin mesta skemmtun við línuveginn skildu svo leiðir og fóru Bjartur og félagar vestur á kaldadalsveginn og í bæinn því Dóri átti í vandræðum með 40" að halda lofti eftir að hafa affelgað og þar að auki orðinn olíulítill.
Við Grindvíkingarnir fórum austur línuvegin á móts við nokkra félaga úr Grindavík sem voru að leika sér við Skjaldbreið og Hlöðufell á nokkrum 35" bílum og var meininginn að fara austur að geisir og þaðan heim.
Lentum í að affelga á einum bílnum tvisvar sinnum og var að leka úr dekkjunum alla leiðina eftir það.
Allir komumst við heim að lokum heilir á húfi og höfðum mjög gaman af ferðinni.