Fórum 17.-18. janúar í Sylgjufell. Ferðin var fyrsta alvöru fjallaferðin á "44 breyttum Pajero Arons Árnasonar og er skemmst frá því að segja að græjan virkar stórkostlega. Þrátt fyrir frábært veður voru fáir á fjöllum. Færið var þungt og krefjandi á köflum, enda mikill nýr og nýlegur snjór.