Ákvað að slást í för með gömlum ferðafélögum innan ferðklúbbsins, (þekkti reyndar fáa)
Skreppitúr eitthvað áleiðis að skjaldbreið var það kallað, skreppitúrinn breyttist yfir í 16 klst harcore jeppaferð þar sem bæði óbreyttir bílar jafnt og 44" bílar voru í mestu vandræðum.
Eftir rosalega hæga ferð að rótum Skjaldbreiðar var ákveðið að snúa við þá var klukkan 15:00, ég ásamt co-ara mínum ákváðum að bruna bara niður eftir og stefndum á að ná landsleiknum sem hófst 17:00, við fögnuðum sigri íslands ofaní krapapitti örlítið neðar með 36" bíl í krapa uppá frammstuðara, 7 klst síðar vorum viðkomnir niður á gjábakkaveg, rennblautir, næstum bensínlausir, rosalega svangir og orðnir þokkalega sáttir með daginn :) sem endaði á pizzabæ í mosfellsbæ því seinustu 3 tíma ferðarinnar töluðum við um lítið annað en pizzuna sem við ætluðum að borða!