Helgina 4 til 6 júní 2021 var farin árleg landgræðsuferð inn í Þjórsárdal. Hekluskógur bauð upp á tjaldstæði fyrir þá sem vildu, en fyrirhugað var að fara inn á svæði þar rétt hjá. Veður var alveg sæmilegt, ekki mikill hiti en meinlaust veður. Á laugardegi var mætt á svæðið sem okkur hafði verið úthlutað og alls voru þetta um 30 manns sem tóku þátt og gekk verkið vel.