Laugardaginn 11 júní 2022 var farin landgræðsluferð Ferðaklúbbsins 4x4 inn í Þjórsárdal. Þetta er á sama svæði og við höfum verið á vinna með undanfarin ár. Þátttaka var góð eða yfir 30 manns sem mættu. Alls vorum við með rúmlega 3000 tré (sem er meira en undanfarin ár) og um 400 kg af áburði (sem er frekar minna en undanfarin ár). Gróðursetning og áburðardreyfing gekk vel fyrir sig, en við byrjuðum rétt rúmlega 10 og vorum búin um 13,30. Þá var farið í kaffipásu á gamlar slóðir, þar sem gróðursett var fyrir ca 15 árum síðan. Veður var gott, sértaklega á tjaldsvæðinu þar sem alger logn var og góður hiti. Félagið bauð upp á grilluð lambalæri og meðlæti um kvöldið.